Fara í efni
Skógræktarfélag Eyfirðinga

Færsla jöfnunarstöðvar og aðlögun leiðakerfis

Biðskýlið norðan Borgarbrautarinnar við Glerártorg þar sem fyrirhugað er að jöfnunarstöð SVA muni rísa. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Unnið er út frá því á vegum umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar verði flutt úr miðbænum norður fyrir Borgarbraut við Glerártorg. Á jöfnunarstöð fyrir strætisvagna er aðstaða fyrir vagnstjórana og farþega, en þaðan og þangað aka allir vagnar og þar bíða þeir þar til komið er að næstu ferð. Þannig tengjast allar leiðir strætisvagna á sama staðnum, eins og nú er við Hofsbótina, og mætti eins nota skiptistöð um þessa aðstöðu.

Þegar áform um nýtingu lóðanna Geislagötu 9 og 11 meðal annars fyrir umferðarmiðstöð breyttust var farið að huga að nýrri staðsetningu fyrir jöfnunarstöð. Starfsmenn SVA lögðu til að hún yrði færð að Gleránni, norðan við Borgarbraut hjá Glerártorgi. Í mars í fyrra var bókað á samráðsfundi umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs um flutning jöfnunarstöðvarinnar og starfsfólki umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að skila inn tillögum um hvað þurfi að gera til að mögulegt verði að færa jöfnunarstöðina á þennan nýja stað.

Frá því í nóvember í fyrra, þegar umhverfis- og mannvirkjaráð fjallaði um minnisblað þar sem farið var yfir nýja staðsetningu jöfnunarstöðvarinnar, hefur jöfnunarstöðin á öllum stigum verið hönnuð í samræmi við áætlaða göngu- og hjólabrú yfir Glerá, sem og stofnstígatengingar við hana og yfir Borgarbraut. Sú hönnun hefur farið í umferðaröryggisrýni, bæði af hönnuðum og Vegagerðinni, og miðar að því að tryggja öryggi allra vegfarenda til hins ýtrasta. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði sem umhverfis- og mannvirkjaráð fjallaði um fyrr í mánuðinum.  


Fyrirhuguð staðsetning göngubrúar yfir Glerá.

Upphaflega samþykkti ráðið í júlí 2023 að stefnt skyldi að flutningi jöfnunarstöðvarinnar, eins og Akureyri.net greindi frá á sínum tíma. Unnið hefur verið að því að hanna biðstöðina ásamt starfsmannaaðstöðu og laga að umhverfinu.

Lágmarksbreytingar á leiðakerfi

Staðsetningin norðan Glerártorgs er sögð góð og myndi gjörbreyta aðstöðu vagnstjóra og viðskiptavina SVA. Með færslunni opnist meiri möguleikar þar sem nýr staður sé meira miðsvæðis og aðeins þurfi lágmarksbreytingar á núverandi leiðakerfi vegna færslunnar, en það yrði á sama tíma lagað að stækkandi byggð, svo sem í Móahverfi, Holtahverfi, Norðurtorgi, en einnig lagað að breyttum þörfum, svo sem með auknum akstri við Sunnuhlíð vegna nýrrar heilsugæslustöðvar.


Svæðið norðan Borgarbrautar, milli Glerártorgs og Glerár þar sem fyrirhugað er að reisa jöfnunarstöð SVA. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Áfram verða kannaðir möguleikar á að flétta frístundaakstur barna inn í reglubundinn akstur strætisvagna eftir hádegi á virkum dögum. Jafnframt verði fylgst með þróun í almenningssamgöngum s.s. snjall- og deilisamgöngum,