Skógarböðin
Skógarböðin voru rýmd vegna reyks
Lögreglan á vettvangi í dag. Ljósmynd: Andri Yrkill Valsson, af vef RÚV
Skógarböðin gegnt Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks, eftir að bilun kom upp í rafmagnstöflu í tæknirými. Starfsfólk brást hárrétt við, að sögn sérfræðinga, þegar það tók ákvörðun um að rýma húsnæðið.
Rýmingu var að mestu lokið þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Engin slys urðu á fólki og tjón var minniháttar. Baðstaðurinn var lokaður í nokkrar klukkustundir en opnaður aftur síðdegis.