Fara í efni
Skógarböðin

Fyrstu gestirnir voru himinlifandi með böðin

Fyrstu viðskiptavinirnir, bandarísku hjónin Kim og Keating Pepper, ræða við Sigríði Maríu Hammer og Finn Aðalbjörnsson rétt áður en klippt var á borðann í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bandarísku hjónin, Keating og Kim Pepper, voru fyrstu viðskiptavinir Skógarbaðanna þegar þau voru opnuð í hádeginu í gær.

„Við keyrðum hérna framhjá á leiðinni til Mývatns fyrir fjórum dögum, og höfðum orð á því að þetta hlyti að vera staður þar sem við gætum baðað okkur,“ sagði Keating, þegar Akureyri.net rabbaði stuttlega við þessa fyrstu gesti Skógarbaðanna.

Þau hugleiddu að kanna málið þá en héldu áfram að Mývatni, óku einnig til Húsavíkur og fóru þar m.a. í GeoSea sjóböðin sem þau dásömuðu. „Daginn eftir reyndum að koma hingað til að baða okkur; við höfðum ekki hugmynd um að staðurinn yrði ekki opnaður fyrr en í dag,“ sagði eiginkonan, Tim, en þau voru mætt laust fyrir klukkan tólf. „Þetta lítur stórkostlega út,“ bætti Kim við.

Hjónin búa í Maine í norðausturhluta Bandaríkjanna, við sjávarsíðuna skammt frá Bar Harbour. Á svæðinu er mikil ferðaþjónstu og Keating  á einmitt hótel og fasteignafélag að auki.

Kim Pepper segir þau hjón sérlega hrifin af baðstöðunum og sundlaugunum hér á landi. Þeir staðir standi í raun upp úr, auk þess sem þau hrífist alltaf jafn mikið af hreinlætinu á Íslandi. „Þetta er þriðja ferðin okkar til Íslands, áður höfðum verið verið fyrir sunnan og vestan,“ segir Keating og Tim botnar: „Í fyrri skiptin tvö vorum við hér að hausti þegar orðið var kalt og vorum hæstánægð; í kuldanum er svo yndislegt að fara ofan í heita vatnið, hvort sem er í svona laug eða hefðbundna sundlaug.“

Við erum mjög glöð, þakklát og auðmjúk

Skógarböðin verða opnuð í dag

Bandarísku hjónin Kim og Keating Pepper, fyrstu gestir Skógarboðanna, ræða við Kristin H. Svanbergsson.