Skógarböðin
Eldri borgurum boðið í Skógarböðin eftir helgi
23.11.2023 kl. 22:30
Ljósmynd: Axel Darri Þórhallsson
Skógarböðin hafa boðið öllum sem skráðir eru í Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) að koma endurgjaldslaust í böðin eftir helgi. Þetta er tilkynnt á heimasíðu EBAK.
Þar segir:
„Öllum félögum í EBAK er boðið í Skógarböðin, þeim að kostnaðarlausu, á mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn í næstu viku þ.e. 27., 28. og 29. nóvember á milli kl. 10 og 14. Félagar mæta bara á staðinn og sýna félagsskírteinin. Hafa ber þó í huga að böðin eru opin öðrum einnig, svo ef margir mæta gæti myndast smá bið, en þá er bara hægt að slappa af á Bistro. Félagar eru eindregið hvattir til að þiggja þetta einstaka boð.“