Fara í efni
Skipulagsmál

Undrast gallharða afstöðu Hildu Jönu

Ragnar Sverrisson, kaupmaður, undrast einarða afstöðu Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa, gegn hugmyndum um byggingar fyrir neðan sjúkrahúsið sem Akureyri.net sagði frá í gær.

Ragnar hefur verið í mörg ár verið áberandi í umræðunni um miðbæinn. Hann var upphafsmaður verkefnisins Akureyri í öndvegi fyrir tæpum tveimur áratugum, um uppbyggingu í miðbænum og stóð fyrir alþjóðlegri arkitektasamkeppni í kjölfarið

„Stundum verður maður svolítið vankaður eftir að hafa lesið afstöðu einstakra bæjarfulltrúa til ýmissa álitamála,“ segir Ragnar í aðsendri grein sem birtist í hádeginu. Þar nefnir hann að bæjarfulltrúinn hafi, „ásamt öðrum í Akureyrarflokknum,“ lagt til að hækka byggð í miðbænum all verulega frá gildandi skipulagi, en það komi ekki til greina á Eyrinni eða í Innbænum.

„Þetta þykir mér ekki lýsa mjög skýrri sýn á grundvallaratriði í skipulagi. Þess í stað er hlaupið eftir þeim sem hæst galar innan eða utan bæjarstjórnar. Í seinni tíð hefur slíkur pólitískur hringlandaháttur verið kenndur við popúlisma og ekki talið til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Sverrisson.

Grein Ragnars