Fara í efni
Skipulagsmál

Sjáið fjórar bestu tillögurnar um Ráðhúsið

Tillaga StudioA4.

Að loknu forvali var fjórum arkitektastofum boðið að taka þátt í samkeppni um hönnun á viðbyggingu við Ráðhús Akureyrarbæjar og endurbætur á núverandi húsnæði og lóð.

Tillaga Yrki arkitekta varð að lokum fyrir valinu og var hún birt fyrir helgi eins fram kom á Akureyri.net. Nú hafa hinar þrjár líka verið birtar á vef bæjarins, frá Studio 4A, sem sögð er „athyglisverð“ tillaga, A2F arkitektum og Studio Granda.

Tillaga Studio A4

Tillaga A2F arkitekta

Tillaga Studio Granda

Hér má svo sjá álit dómnefndar.

Hér er frétt Akureyri.net um vinningstillöguna.

Markmiðið er að færa alla miðlæga starfsemi Akureyrarbæjar á einn stað en fram að þessu hefur stjórnsýslan verið til húsa bæði að Geislagötu 9 og Glerárgötu 26. „Með því að sameina alla stjórnsýslu sveitarfélagsins undir einu þaki í húsnæði sem er alfarið í eigu Akureyrarbæjar næst fram umtalsvert hagræði og mun lægri rekstrarkostnaður til lengri tíma litið,“ segir á vef bæjarins.

„Dómnefnd hafði það að meginmarkmiði að finna tillögu sem leysti viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist sem hæfði Ráðhúsi Akureyrar og væri í samræmi við áherslur sem fram komu í samkeppnislýsingu. Dómnefnd leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum með það að meginmarkmiði að finna tillögu sem leysti viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.“