Fara í efni
Skipulagsmál

Seglin við Pollinn; bréf til bæjarstjórnar

Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, skrifar bæjarstjórn Akureyrar opið bréf sem birtist á Akureyri.net í dag. Arkitektastofan hefur undanfarin ár unnið að tillögum um uppbyggingu á Gránufélagsreit á Oddeyri fyrir SS Byggi, sem mjög hefur verið deilt um, og með greininni birtir Orri myndir af nýrri tillögu sem Zeppelin hefur unnið í ljósi íbúakosninga sem framundan eru.

Tilgangurinn með skrifunum er tvíþættur, segir Orri; annars vegar að hvetja bæjarstjórn til að breyta valkostum í íbúakosningunni sem fer fram í lok mánaðarins um deiliskipulagstillögu á Oddeyri, hins vegar að greina betur frá þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki tillögunni, Seglin við Pollinn.

Hann rekur ítarlega út á hvað hugmyndirnar ganga og fjallar um sögulega tengingu tilllögunnar við Gránufélagið, sem hann segir lítið hafa verið fjallað um

Smellið hér til að lesa grein Orra Árnasonar og sjá fleiri myndir.