Fara í efni
Skipulagsmál

Óleyfisframkvæmd stöðvuð við Hlíðarfjallsveg

Umsókn um breytingu á vegtengingu við Hlíðarfjallsveg var hafnað og nú hefur skipulagsráð staðfest ákvörðun um stöðvun óleyfisframkvæmda við vegtenginguna.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar staðfesti á fundi sínum í gær stöðvun framkvæmda við nýja tengingu Hálanda við Hlíðarfjallsveg.

Skipulagsfulltrúi hafði með tölvupósti þann 25. apríl farið fram á að framkvæmdir við nýja tengingu við Hliðarfjallsveg yrðu stöðvaðar þar sem þær væru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og var sú ákvörðun staðfest á fundi ráðsins í gær.

Í frétt okkar þann 15. apríl kom meðal annars fram að skipulagsráð hafi í febrúar tekið fyrir umsókn Halldórs Jónssonar fyrir hönd Hálanda ehf. þar sem óskað var eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga frístundasvæðis í Hálöndum. Þar var fyrirhuguð ný vegtenging milli Hörpulands og Hlíðarfjallsvegar og að tenging Hörpulands við Hyrnuland myndi falla út. Afgreiðslu málsins var frestað í febrúar og beðið umsagna Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Að fenginni umsögn Vegagerðarinnar var erindinu hafnað á fundi skipulagsráðs í apríl. 

Hámarkshraði lækkaður á Hlíðarfjallsvegi | akureyri.net