Fara í efni
Skipulagsmál

Kynningarfundur í dag um Tjaldsvæðisreitinn

Kynningarfundur á hugmyndum um skipulag á Tjaldsvæðisreitnum svokallaða verður haldinn í dag og er ástæða til þess að hvetja  bæjarbúa til að mæta. Fundurinn verður í kaffiteríu Íþróttahallarinnar og hefst klukkan 17.00. Gengið er inn um aðalinngang að sunnan.

Eins og Akureyri.net greindi frá í gær er reiknað með 18 þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði, 180-200 íbúðum, og 1.150 fermetrum af verslunar- og þjónustuhúsnæði, á reitnum skv. því endurskoðaða skipulagi sem kynnt verður í dag.