Fara í efni
Skipulagsmál

Kosningu lýkur í kvöld – 21% hafa tekið þátt

Samkvæmt gildandi aðalskipulag væri hægt að byggja 3 til 4 hæð hús, eins og hér eru sýnd. Þetta er kostur 1 í íbúakosningunni.

Íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar lýkur á miðnætti í kvöld. Tæplega 14.000 manns uppfylla skilyrði til þátttöku og í hádeginu í dag höfðu 3.146 tekið þátt – um 21%. Um er að ræða svokallaðan Gránufélagsreit.

Valið stendur á milli þriggja kosta sem fela í sér mismunandi hámarkshæð bygginga – sjá myndir hér að neðan – en auk þess er hægt að taka þátt án þess að taka afstöðu með því að merkja við fjórða kostinn. Hver og einn íbúi, 18 ára og eldri, með lögheimili í sveitarfélaginu hefur eitt atkvæði.

„Mikilvægt er að sem flestir kjósi þannig að niðurstaðan endurspegli sem best hug og vilja íbúa gagnvart uppbyggingu á svæðinu. Fólk er hvatt til að nýta tækifærið, skrá sig inn í þjónustugáttina og taka þátt. Það er í senn einfalt og fljótlegt,“ segir í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

  • Akureyri.net hefur fengið fyrirspurnar frá fólki – einkum elstu kynslóðinni – hvort einungis sé hægt að kjósa rafrænt. Skv. upplýsingum frá Akureyrbæ er það svo og ef fólk er í vandræðum með að komast inn í þjónustugáttina er því bent á að hafa samband við þjónustuver bæjarins með því að hringja í síma 460 1000.

Athugið að myndirnar eru ekki af væntanlegu útliti húsa, heldur einungis módel til að sýna mögulegt byggingarmagn. Hvort sem ákveðið verður að breyta aðalskipulagi eða ekki þá á eftir að vinna deiliskipulag og hanna húsin.

Kostur 1 – Gildandi aðalskipulag, 3 til 4 hæðir.

Kostur 2 – Tillaga þar sem hús geta verið 5 til 6 hæðr, 22 metrar yfir sjávarmáli að hámarki, þót aldrei hærri en 4 hæðir syðst á reitnum.

Kostur 3 – Tillaga sem auglýst hefur verið, þar sem hús geta verið 6 til 8 hæðir; náð 25 metra yfir sjávarmál að marki.