Fara í efni
Skipulagsmál

Íbúðir í stað hótels og meiri hámarkshæð leyfð

Bæjarráð hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits á Akureyri vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á reitnum.

Breytingin felur í sér að í stað stórs hótels á svæðinu er gert ráð fyrir 60 til 70 nýjum íbúðum auk íbúðahótels ásamt verslunar- og þjónustustarfsemi á neðstu hæð. Þá er gert ráð fyrir aukinni hámarkshæð húsa við Austurbrú, meðfram Drottningarbrautinni, miðað við fyrra skipulag og lagt til að fyrirhuguð viðbygging við Hafnarstræti 82, gömlu umferðarmiðstöðina, verði færð sunnan við húsið þannig að torg myndist að norðanverðu sem tengi Hafnarstræti inn í nýju byggðina.

Allt er þetta í raun löngu ákveðið og samstaða var um málið í bæjarstjórn, en bæjarráð – sem hefur leyfi til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan bæjarstjórn er í sumarfríi – hefur formlega samþykkt breytinguna.

Smellið hér til að sjá tillöguna að umræddri breytingu deiliskipulagsins.