Fara í efni
Skipulagsmál

„Hrikalegt bakslag fyr­ir byggð í Gríms­ey“

Mynd: Friðþjófur Helgason

Útgerðarmönnum í Grímsey var tilkynnt í gær að þeir muni ekki lengur fá undanþágu frá þeirri kröfu að fiskur sem veiddur er skv. sértækum byggðakvóta verði unninn í eyjunni. Ekki hefur þótt svara kostnaði að koma á fót fiskvinnslu í Grímsey heldur er afli útgerða þar unninn annars staðar. Fjórar fjölskyldur auglýstu hús sín til sölu strax í gær skv. frétt mbl.is í dag.

Grímsey hefur verið hluti Akureyrarkaupstaðar í hálfan annan áratug. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sagðist í samtali við Akureyri.net í kvöld telja að þingmenn kjördæmisins geri sér grein fyrir  alvarleika málsins og vonast til þess að farsæl lausn finnist sem verði til þess að byggð haldist áfram í eyjunni. Hún og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, funda um málið á morgun með matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, sem einmitt er þingmaður Norðausturkjördæmis.

Byggðin enn brothætt

„Upplausnarástand í eyjunni“ og „hrikalegt bakslag fyr­ir byggð í Gríms­ey,“ sagði Ingi­björg Isak­sen, þinglokksformaður Fram­sókn­ar­ og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis á Alþingi í dag, að því er segir í frétt mbl.is, í kjölfar ákvörðunar mat­vælaráðuneyt­is­ins og Byggðastofn­un­ar um að ekki standi til að vera með frek­ari und­anþágur frá vinnslu­skyldu vegna út­hlut­un­ar á sér­tæk­um byggðakvóta til Gríms­eyj­ar.

„Þessi ákvörðun vek­ur furðu þar sem hún er hrika­legt bak­slag,“ sagði Ingibjörg Isaksen og bætti við að þrátt fyr­ir að Gríms­ey væri ekki leng­ur þátt­tak­andi í verk­efni Byggðastofn­un­ar um brot­hætt­ar byggðir þá væri byggðin enn brot­hætt.

Fréttir mbl.is um málið í dag:

Hópur íbúa hyggst yfirgefa Grímsey

„Hrikalegt bakslag“