Skipulagsmál
Furðu lostinn yfir stjórnsýsluháttum
14.05.2021 kl. 11:33
Finnur Birgisson, fyrrverandi skipulagsstjóri á Akurreyri og í Mosfellsbæ, kveðst furðu lostinn yfir stjórnsýsluháttum, sem honum sýnist hafa verið viðhafðir af hálfu Akureyrarbæjar í Tónatraðarmálinu.
„Eitt af því sem mér lærðist á fyrra tilverustigi sem embættismaður sveitarfélaga er það hversu geysilega mikilvægt það er að ástunduð sé óaðfinnanleg stjórnsýsla þegar afgreiðsla skipulagsmála er annars vegar. - Ekki síst þegar um er að ræða mál sem eru þegar umdeild eða gætu orðið það síðar,“ segir Finnur í grein sem hann sendi Akureyri.net.
Smelltu hér til að lesa grein Finns Birgissonar.