Skipulagsmál
Deiliskipulag Nausta 3 kynnt á næstunni
05.05.2024 kl. 06:00
Skjáskot af map.is. Rauði hringurinn sýnir svæðið sem um ræðir, land Nausta 3. Hverfið sem þarna hefur byggst upp frá aldamótum er einmitt kennt við Naustabæina.
Drög að nýju deiliskipulagi á landi Nausta 3 voru kynnt fyrir skipulagsráði á dögunum og verður tillaga þeirra Halldóru Bragadóttur og Helga B. Thóroddsen hjá Kanon arkitektum, sem þau kynntu fyrir ráðinu, kynnt fyrir almenningi á næstunni.
Skipulagsreiturinn er nú þegar skilgreindur sem íbúðasvæði/þéttingarsvæði. Samkvæmt hugmyndunum sem lagðar voru fyrir ráðið er gert ráð fyrir að þar verði allt að tíu lóðir fyrir einbýlis- og tvíbýlishús, og fimm lóðir fyrir raðhús. Miðað er við að allar byggingar á reitnum verði á einni hæð.
Skipulagsráð fól skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna.