Fara í efni
Skipulagsmál

Bjarni semur við KA á ný til tveggja ára

Bjarni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2026. Þetta kemur fram á vef félagsins.

„Eru þetta ákaflega góðar fréttir enda hefur Bjarni verið algjör lykilmaður í liði KA undanfarin ár,“ segir í tilkynningunni. 

„Bjarni sem er 25 ára gamall er uppalinn hjá KA og hefur farið mikinn með liðinu frá því hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2019. Hann hefur nú leikið 123 leiki í deild, bikar og evrópu fyrir KA og gert í þeim 13 mörk. Þar áður lék hann á láni hjá Magna og Dalvík/Reyni auk þess að leika með liði Vermont í Bandaríska háskólaboltanum.“

Nánar hér á vef KA

Snorri Kristinsson og Aðalbjörn Hannesson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KA.

Nýlega tilkynntu KA-menn að Snorri Kristinsson hefði skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA.

„Snorri sem er fæddur 2009 og leikur bæði á miðjunni sem og sem bakvörður hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið þrjá leiki með meistaraflokk KA en tveir þeirra komu í Bestu deildinni og einn í Mjólkurbikarnum, en allir þessir þrír leikir unnust að sjálfsögðu.“

Á vef KA segir hann hafi vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og hafi átt fast sæti í U15 ára landsliði Íslands þar sem hann hafi tekið þátt í þremur landsleikjum. „Þrátt fyrir að vera á yngra ári í 3. flokki í sumar átti hann marga mjög góða leiki með Íslandsmeisturum 2. flokks. Á lokahófi þeirra var hann valinn efnilegasti leikmaður flokksins. Þar áður varð hann Íslandsmeistari sem og Bikarmeistari með 3. flokki sumarið 2023.“