Skipulagsmál
33 íbúðir auglýstar og seldust í hvelli
Mikil spurn hefur verið eftir íbúðum á Akureyri undanfarið. Gott dæmi um ástandið er að í fyrradag auglýstu tvær fasteignasölur í bænum 33 íbúðir til sölu í fjölbýlishúsi sem er í smíðum við Kjarnagötu í Hagahverfi, syðst í bæjarlandinu. Í morgun var ein íbúð óseld í húsinu – en hún er reyndar seld þegar þetta er skrifað! Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja, og verða afhentar næsta sumar.