Sjúkrahúsið á Akureyri
Ný móttaka við D-innganginn á SAk
29.08.2024 kl. 13:00
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur opnað nýja móttöku á hæð núll, sem kallað er, við D-inngang, áður nefnt K1. Móttakan er ætluð skjólstæðingum dag- og göngudeildar lyflækninga svo og þeirra sem leita til næringarfræðings og sérfræði lækna- og hjúkrunarfræðinga.
Breytingarnar eru, samkvæmt frétt á vef sjúkrahússins, hluti af endurbótum þjónustu almennu göngudeildarinnar sem leggst af að nafninu til en skiptist samkvæmt eftirfarandi lista:
- Dagdeild lyflækninga - stjórnandi: Inga Margrét Skúladóttir
Móttaka dagsjúklinga
Speglun
Bráðadeild lyflækninga (í þróun) - Göngudeild lyflækninga- stjórnandi: Þórdís Rósa Sigurðardóttir
Sérfræðimóttökur lyflækna
Sérhæfðar hjúkrunarmóttökur
Heimahlynning og líknarmiðstöð - Dag- og göngudeild skurðlækninga – stjórnandi: Þórgunnur Birgisdóttir
Sáramóttaka
Smáaðgerðastofa
Brotaendurkomur og starfsemi sem fylgt hefur göngudeild á bráðamóttöku („sveitin")
Sérfræðimóttökur skurðlækna
Starfsemi dag- og göngudeildar skurðlækninga verður á gangi inn af biðstofu bráðamóttöku (inngangur C) að undanskildri smáaðgerðarstofu sem verður áfram á 1. hæð dag- og göngudeildar lyflækninga.