Fara í efni
Samherji

Vilhelm til Akureyrar á laugardagsmorgun

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 siglir inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands í morgun. Ljósmynd: Árni Rúnar Hrólfsson.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sigldi inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands í morgun, að því er segir á heimasíðu Samherja. Árni Rúnar Hrólfsson, myndatökumaður N4 tók myndina en þeir Karl Eskil Pálsson, dagskrárgerðarmaður, sigla með skipinu heim frá Danmörku.

Skipið kemur til heimahafnar á Akureyri klukkan 10.00 á laugardagsmorgun og leggst að við Togarabryggjuna. Vegna sóttvarnarráðstafana verður ekki hægt að hafa skipið til sýnis að svo stöddu, eins og áður hefur komið fram, en vert er að benda áhugasömum á klukkutíma þátt á sjónvarpsstöðinni N4 sem sýndur verður á mánudaginn, annan í páskum, klukkan 20.00.

Vilhelm verður búinn bæði til nóta- og flotvörpuveiða og verður burðarmesta skip íslenska uppsjávarflotans.