Fara í efni
Samherji

Vilhelm EA 11 farinn í fyrsta túrinn

Bræðrasynirnir, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, á Togarabryggjunni í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýjasta skip Samherja, hélt til veiða í fyrsta skipti síðdegis. Framundan er þriggja daga sigling á kolmunnamið suðvestan Færeyja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, voru að sjálfsögðu á Togarabryggjunni og leystu landfestar, síðast springinn eins og sjómenn kalla taugina úr framskipi sem festir það við bryggju. Þorsteinn Már hélt í hefðina og spýtti á springinn áður en hann sleppti honum. Það er talið boða gæfu.

Smelltu hér til að lesa um og skoða myndir frá heimkomu Vilhelms EA síðasta laugardag.

Þorsteinn Már bregður símanum á loft til þess að taka mynd í dag.