Fara í efni
Samherji

ÚA selur línuskipið Önnu til Kanada

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008; það er 52 langt og 11 metra breitt.

Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið eftir að það var sett á söluská.

„Anna er mjög gott línuveiðiskip, sérstaðan er meðal annars sú að línan er dregin í gegnum brunn sem er á miðju skipsins. Helsta ástæða sölunnar er að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og þess vegna þótti okkur rökrétt að selja. Anna hefur ekki stundað veiðar í nokkurn tíma og skipverjar eru komnir yfir á önnur skip Útgerðarfélags Akureyringa eða Samherja,“ segir Kristján Vilhelmsson.