Fara í efni
Samherji

Stjórn RÚV aðhefst ekki vegna kröfu Samherja

Stjórn Ríkisútvarpsins ætlar ekki að taka afstöðu til kröfu útgerðarfélagsins Samherja um að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki meira um málefni fyrirtækisins. Stjórn RÚV ákvað þetta á fundi í gær eftir að erindi útgerðarinnar var beint til stjórnarinnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Samherji kærði 11 starfsmenn RÚV til siðanefndar stofnunarinnar vegna ummæla á samfélagsmiðlum um umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Afríku og meintar mútur. Siðanefndin vísaði kærum á hendur tíu starfsmönnum frá en dæmdi nokkur ummæli Helga sem alvarlegt brot á siðareglunum. Engin afstaða var tekin til fréttaflutningsins sjálfs.

Í svari stjórnar RÚV segir að málefni einstakra starfsmanna séu „ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni.“

Smelltu hér til að sjá svarbréf stjórnar RÚV til Samherja

Heimasíða Samherja

Frétt RÚV