Fara í efni
Samherji

Sólarhring „í landi“ en enginn frá borði

Skipverjar á Björgu EA fyrir brottför í gærkvöldi.

Öll skip Samherja komu til hafnar á miðvikudag. Ákveðið var að þau myndu „flýja veðrið“ eins og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins, orðaði það þá við Akureyri.net, en veðurspáin var afar slæm. Haldið var til hafs á ný í gærkvöldi en það óvenjulega við heimkomuna var að vegna sóttvarna fór enginn skipverji í land meðan á inniverunni stóð.

Stundum er talað um að sjómenn séu „í landi“ þegar komið er til heimahafnar eftir veiðiferð. Nú var komið að landi en enginn fór sem sagt frá borði.

Fjögur skipanna lögðust að bryggju á Akureyri, Björgúlfur, Björgvin, Kaldbakur og Björg, en Harðbakur var á Dalvík. 

Samherji birti meðfylgjandi stemningsmyndir á heimasíðu fyrirtækisins. Þar er tekið fram að farið var eftir ýtrustu sóttvarnarreglum við myndatökuna um borð. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sleppir; hann mætti á bryggjuna þegar skipin héldu af stað eitt af öðru - Áhöfn Björgvins EA 311 - Áhöfnin á Harðbak EA 3.

Kaldbakur kemur til hafnar á Akureyri á miðvikudaginn og til hægri er áhöfn skipsins fyrir brottför í gærkvöldi.