Fara í efni
Safnkosturinn

Flugsafnið fær 5,1 milljón kr. – Listasafnið 4,4

Eftir úthlutun styrkjanna úr safnasjóði í Safnaúsinu við Hverfisgötu í Reykavík í gær. Mynd af vef stjórnarráðsins.

Flugsafn Íslands á Akureyri fær 5,1 milljón króna í styrk úr safnasjóði á þessu ári og Listasafnið á Akureyri 4,4 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaáðherra úthlutaði styrkjunum í gær og tilkynnt var um þá á vef ráðuneytisins í dag.

Minjasafnið á Akureyri fékk úthlutað 6,1 milljón króna úr sjóðnum að þessu sinni eins og Akureyri.net greindi frá í gær. Alls var úthlutað rúmlega 176 milljónum í gær.

Flugsafn Íslands

  • Sýningarskrá fyrir grunnsýningu og gerð sýningartexta – 1.250.000 kr.
  • Loftleiðir 80 ára - sérsýning – 1.200.000
  • Flugsagan í myndum - skönnun og skráning ljósmynda – 1.500.000
  • Fróðleikur um flug - safnfræðsla fyrir unglingastig  – 1.200.000

Listasafnið á Akureyri

  • Er þetta norður? / Is this North? – 3.000.000
  • A! Gjörningahátíð 2024 – 1.000.000
  • Vangaveltur um myndlist - Skapandi fræðsluleikur fyrir fjölskyldur – 400.000

„Úthlutunin úr safnasjóði endurspeglar þá miklu breidd sem er í safnastarfi hringinn í kringum landið. Söfn gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi þjóðarinnar, bæði að vernda og miðla sögu okkar og menningararfi og kynna hann fyrir erlendum ferðmönnum sem heimsækja landið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.