Fara í efni
Safnkosturinn

Álfadans og brenna Íþróttafélagsins Þórs

SÖFNIN OKKAR – IXFrá Héraðsskjalasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það verður gert vikulega, á fimmtudögum.

Að þessu sinni er skjalið frá okkur auglýsing um álfadans og brennu frá Íþróttafélaginu Þór. Líklega er auglýsingin síðan árið 1963 en fram kemur í dagblaðinu Íslendingi föstudaginn 11. janúar 1963 að ekki hafi verið unnt að halda skemmtunina á þrettándanum af óviðráðanlegum orsökum og að hún verði haldin sunnudaginn næstkomandi (13. janúar). Þrettándagleði Þórs var fyrst haldin árið 1925 en þó ekki með reglulegum hætti. Árin 1943-1970 var hún haldin á tveggja ára fresti. Frá árinu 1971 var þrettándagleðin haldin árlega með nokkrum undantekningum þó. Síðast stóð Íþróttfélagið Þór fyrir þrettándabrennu árið 2020.