Fara í efni
Risakýrin Edda

Sundæfing hjá Óðni í innilauginni

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 55

„Gamla góða“ innilaugin í Sundlaug Akureyrar hefur nokkuð verið til umfjöllunar á Akureyri.net undanfarið vegna þess að unnið er að gagngerum endurbótum á henni. Segja má að hún verði færð til nútímans eins og til dæmis má sjá hér:

Félagar í Sundfélaginu Óðni æfa úti í misjöfnum veðrum allan veturinn eins og oft hefur verið fjallað um því engin yfirbyggð laug er til hér í bæ nema sú gamla sem áður var nefnd. Þar æfðu sundmenn bæjarins stundum á árum áður og Gísli Sigurgeirsson, sá kunni blaða- og fréttamaður til áratuga, tók þessi skemmtilegu mynd einmitt á æfingu hjá Óðni í innilauginni um 1980.

Ritstjóri Akureyri.net þekkir nokkra þessara sundkappa í sjón en gefur ekkert upp að sinni. Lesendur eru hvattir til þess að rýna í myndina og senda upplýsingar um þá sem þeir þekkja á netfangið skapti@akureyri.net - nöfn þeirra sem þekkjast verða svo birt fljótlega.