Rauði krossinn
Þúsundir hafa gengið þennan stiga í 100 ár
28.10.2024 kl. 06:00
Mynd: Kristján Pétur Guðnason
GAMLI SKÓLI – 18
- Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.
Þúsundir nemenda hafa gengið þennan stiga í 100 ár og bera slitin tröppunefin þess vitni. Stigahandrið er skorið á einfaldan hátt og hvílir á ferstrendum trérimum sem felldir eru í stigakjálkann, einföld og sígild smíð. Stiginn er brattur, uppstig lágt og framstig stutt. Um 1970 var rætt um að breyta stigum hússins, leggja þá meira og auka þeim rými með því að opna að austurvegg. Ekkert varð úr þessu enda hefði þá eitt af einkennum hússins horfið.
Niður stigann koma Sigmundur Ernir Rúnarsson, Kristín Linda Jónsdóttir og Sveinn Eldon kennari, og seinust Katrín Guðmundsdóttir og Hjörleifur Rafn Jónsson.
- Suðurstigi er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.