Fara í efni
Rauði krossinn

Orri Sigurjónsson með Þór á ný næsta sumar

Orri Sigurjónsson leikur með Þór á ný næsta sumar eftir tveggja ára fjarveru. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnudeild Þórs hefur gert eins árs samning við Orra Sigurjónsson. Hann snýr því heim á ný og leikur með uppeldisfélaginu næsta sumar. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Þórs í dag.

„Orri er þar með að snúa aftur í Þorpið eftir tveggja ára veru í Fram þar sem hann hefur leikið í Bestu deildinni síðustu tvö tímabil. Orri spilaði 23 leiki fyrir Fram í deild og bikar og skoraði þrjú mörk,“ segir í tilkynningunni.

„Þar áður hafði Orri leikið allan sinn feril með Þór og var valinn besti leikmaður liðsins sumarið 2022 á lokahófi félagsins það ár. Alls hefur Orri leikið 253 leiki í meistaraflokki hér á landi, þar af eru 38 í efstu deild. Orri er í tólfta sæti yfir leikjahæstu leikmenn Þórs frá upphafi.“