Fara í efni
Pílukast

Pílukastarinn Dilyan Kolev til liðs við Þór

Dilyan Kolev frá Vopnafirði hefur samið við píludeild Þórs til tveggja ára. Kolev er annar pílukastarinn sem gengur til liðs við deildina á skömmum tíma, fyrr í sumar samdi Matthías Örn Friðriksson við Þór og gerði einnig tveggja ára samning.

Til gamans má geta þess að Kolev og Matthías spiluðu til úrslita á því frábæra móti, Akureyri Open – Sjally Pally – sem fram fór í Sjallanum í febrúar á þessu ári. Þar bar Kolev sigur úr býtum.
 
„Það er því ljóst að píludeild Þórs ætlar sér stóra hluti á komandi árum og er það mikil viðurkenning fyrir starfið sem hefur verið unnið hjá píludeild Þórs síðastliðin ár að þessir stórkostlegu pílukastarar vilja spila í rauðu treyjunni,“ segir í tilkynningu frá Þór.
 
Verðlaunahafar á Akureyri Open, Sjally Pally, í febrúar. Frá vinstri: Alexander Veigar, Matthías Örn Friðriksson, Dilyan Kolev, Valur Guðbjörn Sigurgeirsson, Brynja Herborg, Þröstur Þór Sigurðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson