Óveður
Veðrið þokkalegt en Öxnadalsheiði lokuð
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Veðrið er enn þokkalegt á Akureyri en hefur heldur versnað síðan fyrr í morgun. Töluverð sunnanátt er í bænum og nokkur úrkoma. Vegagerðin tilkynnti um níuleytið að veginum yfir Öxnadalsheiði hefði verið lokað og nánari upplýsingar verði gefnar um hádegi.
Spáin fram að hádegi var mjög slæm - sjá hér: Mjög slæm veðurspá fyrir hádegi þriðjudag