Fara í efni
Óveður

„Tjónið hleypur á tugum milljóna“

Verkstæði Blikk- og tækniþjónustunnar í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Miklar vatnsskemmdir urðu neðst og syðst á Oddeyri í óveðrinu í gær eins og Akureyri.net greindi ítarlega frá. Stórstreymt var og bálhvasst svo sjór gekk á land og fráveitukerfið í bæjarhlutanum hafði ekki undan.

Allt var á floti hjá Blikk- tækniþjónustunni við Kaldbaksgötu og annar eigenda fyrirtækisins, Jónas Freyr Sigurbjörnsson, sagði við RÚV í dag að tjónið hlypi á tugum milljóna. Hinn eigandinn, Helgi Heiðar Jóhannesson, sagði ljóst strax í gær að tjónið væri mjög mikið.

Þá urðu miklar skemmdir í Braggaparkinu, hjólabrettagarðinum við Laufásgötu. RÚV ræddi við brettapakkann Eika Helgason sem þar ræður ríkjum.

Smellið hér til að horfa á frétt RÚV