Fara í efni
Óveður

Sunnanvindur, svara þú mér ...

Tré og hríslur hafa sums staðar orðið að láta í minni pokann fyrir rokinu. Myndir: Stefán Þór Sæmundsson.

„Sunnanvindur, svara þú mér...“ söng Örvar Kristjánsson fyrir margt löngu. Sunnanvindurinn var þó ef til vill ferkar í því að spyrja spurninga um frágang lausamuna og styrk trjágróðurs í dag. Sitt lítið af hverju varð undan að láta, eins og þessar myndir sem íslenskukennarinn og pistlahöfundurinn Stefán Þór Sæmundsson tók á ferð um bæinn í dag.

Það var svo reyndar skondið þegar fréttaritari ætlaði að skoða veður og veðurhorfur, spá og viðvörun, að þá kom í ljós að vefur Veðurstofunnar lá niðri vegna uppfærslu á gagnagrunni.