Fara í efni
Óveður

Öllu innanlandsflugi aflýst í dag

Akureyrarflugvöllur. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Öllu flugi Icelandair og Norlandair til og frá Akureyri í morgun hefur verið aflýst. Það sama gildir um þær ferðir sem áætlaðar voru það sem eftir er dagsins í dag, öllum flugferðum aflýst vegna veðurs. Flugferðir á aðfangadag, innanlands sem og milli Bretlands og Akureyrar, eru á áætllun samkvæmt vef Isavia. 

Veðrið víða um land yfir jólahátíðina verður að líkindum ekkert til að hrópa húrra fyrir, eins og meðal annars kom fram í fréttum hér á Akureyri.net í morgun og í samantekt Veðurstofunnar. Þorláksmessuhretið hefur nú þegar haft áðurnefnd áhrif á flugferðir innanlands í dag.

Öllu flugi aflýst í dag en flogið á morgun

Á morgun eru á áætlun eitt flug frá Akureyri til Vopnafjarðar tvö til Reykjavíkur, eitt til Grímseyjar, eitt til Manchester og eitt til Gatwick-flugvallar við London. Að sama skapi eru tvær flugferðir í boði frá Reykjavík til Akureyrar, ein frá Þórshöfn, ein frá Grímsey, ein frá Manchester og ein frá Gatwick.

Svona lítur dagurinn í dag hins vegar út á vef Isavia, öllu flugi frá Reykjavík til Akureyrar, Akureyri til Reykjavíkur og Akureyri til Vopnafjarðar aflýst.