Fara í efni
Óveður

Metið tjón var um 153 milljónir króna

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Metið tjón í sjávarflóðunum á Oddeyri 25. september í fyrra er 153 milljónir króna. Morgunblaðið greindi frá þessu í dag og vitnaði þar til óútkominnar ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar Íslands í aðdraganda ársfundar stofnunarinnar síðar í þessari viku. Þar kemur einnig fram að þar sé um að ræða stærsta einstaka viðburðinn hvað tjónamat stofnunarinnar varðar. Sjávarflóð eru fyrirferðarmest í þeim tjónatilvikum sem komu til kasta stofnunarinnar á liðnu ári, en metið tjón var 35 milljónir króna vegna sjávarflóðs á Akranesi og 26 milljónir í Grindavík.

Mikið tjón varð hjá fyrirtækjum syðst á Oddeyrinni þegar sjór gekk þar á land, meðal annars tugmilljónatjón hjá Blikk- og tækniþjónustunni, en einnig hjá fleiri fyrirtækjum á svæðinu. Fyrr á þessu ári hófust aðgerðir til að styrkja varnir á þeim stað sem sjór gekk á land í þessum hamförum í september í fyrra.