Óveður
Hjólhýsi fauk og aspir brotnuðu
25.09.2022 kl. 12:12
Hjólhýsi sem fauk á hliðina í Hagahverfi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Nokkurt foktjón varð í hvassviðrinu á Akureyri í nótt en þó ekkert mjög alvarlegt. Veðrið er enn slæmtlegt, bálhvasst úr norðri og rigning. Raunar er spáð leiðindaveðri allt þar til seint í kvöld og fólk hvatt til að vera ekki á ferli að ástæðulausu.
Hér að neðan má sjá hjólhýsi sem fauk á hliðina í Hagahverfi og aspir sem brotnuðu, önnur stendur við Þórunnarstræti, á svæðinu milli Sundlaugar Akureyrar og Íþróttahallarinnar, hin við fjölbýlishús við Skógarlund.