Fara í efni
Óveður

Færðin: Óvissustig á Öxnadalsheiði og víðar

Staðan eins og hún var á færðarkorti Vegagerðarinnar kl. 8:48 í morgun.

Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar núna í morgun. Óvissustig er á heiðinni til miðnættis í kvöld. Vegir um Öxnadalsheiði og Vatnsskarð gætu lokast með stuttum fyrirvara. 

Vegagerðin birti eftirfarandi upplýsingar yfir færð á Norðurlandi á vef sínum núna í morgunsárið:

Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Flughálka er í Útblönduhlíð. Hálka er á flestum leiðum en eitthvað er um hálkubletti eða snjóþekju og éljagang.

  • Öxnadalsheiði kl. 6:44

    Vegurinn er óvissustigi til kl. 24:00 í kvöld. Vegurinn getur þá lokast með stuttum fyrirvara.

  • Vatnsskarð kl. 6:44

    Vegurinn er óvissustigi til kl. 21:00 í kvöld. Vegurinn getur þá lokast með stuttum fyrirvara.

  • Þverárfjall kl. 6:44

    Vegurinn er óvissustigi til kl. 21:00 í kvöld. Vegurinn getur þá lokast með stuttum fyrirvara.

Mjög slæmt skyggni er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eru vegfarendur beðnir að fara með gát en búist er við að dragi úr veðri um hádegi. Hálka eða hálkublettir og skafrenningur er á flestum leiðum.