Fara í efni
Norðurorka

KA áfram í bikarnum eftir sigur á Herði

Kamil Pedryc, Daði Jónsson og félagar höfðu betur gegn Herði á Ísafirði í gær. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA komst í gær í átta liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik, Powerade bikarsins, með því að sigra Hörð á Ísafirði, 30:27, eftir mikinn barning.

Harðarmenn voru betri í fyrri hálfleik og fram yfir miðbik þess seinni en þá náðu KA-strákarnir vopnum sínum og komust yfir í fyrsta skipti, 22:21. Þá voru tæpar 15 mínútur til leiksloka og eftir mjög góðan kafla náðu þeir fjögurra mark forskoti, 25:21. Þá hrökk heimaliðið í gang á ný og jafnaði 27:27 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og spennan í hámarki. Þá tóku KA-menn sig saman í andlitinu, gerðu þrjú síðustu mörkin og fögnuðu sigri og sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Mörk KA: Einar Birgir Stefánsson 6, Patrekur Stefánsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Logi Gautason 2, Einar Rafn Eiðsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Daði Jónsson 2, Marcus Rattel 2, Kamil Pedryc 1, Ott Varik 1.

Varin skot: Bruno Bernat 10, Nicolai Horntvedt Kristensen 3.

Mörk Harðar: Endijs Kusners 7, Daníel Wale Adeleye 5, Jhonatan C. Santos 4, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Admilson Furtado 3, Kenya Kasahara 2, Tugberk Catkin 1, Dejan Karan 1, Jonas Maier 1.

Varin skot: Jonas Maier 16.

Bruno Bernat varði 10 skot frá Harðarmönnum á Ísafirði í gær.