Fara í efni
Niceair

Önnur ferð á Anfield og Arsenal - Man. City

Hluti hópsins sem fór á leik Liverpool og Manchester City í skoðunarferð um Anfield, heimavöll Liverpool, daginn eftir leikinn. Mynd: Skapti Hallgrímsson

TA Sport, Premierferðir og Akureyri.net tóku höndum saman og buðu upp á ferð frá Akureyri á leik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Frábærlega tókst til; 38 manna hópur flaug með easyJet á milli Akureyrar og Manchester, sá  stórskemmtilegan leik og naut lífsins í Liverpool borg. Nú verður framhald á samstarfinu og tvær ferðir eru í boði fljótlega á nýju ári, önnur til Liverpool, hin til London:

  • Arsenal - Manchester City, 1. til 4. febrúar
  • Liverpool - Wolves, 15. til 18. febrúar

ARSENAL - MAN CITY
Flogið verður með easyJet frá Akureyri til Gatwick flugvallar í London um hádegisbil laugardaginn 1. febrúar og heim aftur fyrir hádegi þriðjudaginn 4. febrúar. Leikurinn verður sunnudaginn 2. febrúar kl. 16.30.

Ferðin kostar 235.900 krónur.

Innifalið:

  • Flug, skattar og gjöld Akureyri – London – Akureyri.
  • 20 kg innrituð taska og taska/bakpoki sem kemst undir sætið.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði á góðu hóteli í miðborg London.
  • Góð sæti á Emirates vellinum með frábæru útsýni; Cannon Club Level, aftan við markið eða nálægt hornfána. Matur fyrir leik og drykkur í hálfleik. 
  • Aðgangur að Arsenal safninu.
  • Fararstjórn – Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net. 

Dæmi um útsýni úr Cannon Club Level sætum á heimavelli Arsenal, Emirates.

LIVERPOOL - WOLVES
Flogið verður með easyJet frá Akureyri til Manchester síðdegis laugardaginn 15. febrúar og heim aftur að morgni þriðjudagsins 19. febrúar. Leikurinn fer fram sunnudaginn 16. febrúar kl. 14.00.

Sæti eru í boði á tveimur stöðum á Anfield og því tvö mismunandi verð – 189.800 krónur í nýju Anfield Road stúkunni og 214.800 krónur í Kenny Dalglish stúkunni.

Innifalið:

  • Flug, skattar og gjöld Akureyri – Manchester – Akureyri.
  • 20 kg innrituð taska/taska eða bakpoki sem kemst undir sætið.
  • Akstur milli flugvallar og hótels.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði á Novotel, sem er 4 stjarna hótel í miðborg Liverpool.
  • Góð sæti á Anfield:
    1) Premier Club hospitality (VIP) með frábæru útsýni, aðgangur að gestastofu fyrir og eftir leik, og matur fyrir leik (214.800 kr).
    2) Brodies Lounge með frábæru útsýni, aðgangur að gestastofu fyrir og eftir leik, og matur (götubiti – „street food“) fyrir leik (189.900 kr).
  • Fararstjórn – Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net.

Hægt er að skrá sig í ferðina til London HÉR og ferðina til Liverpool HÉR en einnig er hægt að láta vita, og fá nánari upplýsingar, með því að senda póst á netfangið info@tasport.is 

Dæmi um útsýni úr Premier Club sætum í Sir Kenny Dalglish stúkunni.   

Dæmi um útsýni úr Anfield Road stúkunni.