Fara í efni
Niceair

Nýja Airbus vélin á Akureyri – MYNDIR

Vélin er öll hin glæsilegasta, hún er rúmgóð, sætin afar þægileg og í vélinni er að sögn mjög fullkomið afþreyingarkerfi. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Hin nýja Airbus flugvél Icelandair lenti á Akureyrarflugvelli laust fyrir klukkan 11 í morgun í fyrsta skipti. Vélin er í þjálfunarflugi í dag, fór frá Keflavík til Akureyrar, staldrað var við í um það bil hálftíma og héðan lá leiðin til Egilsstaða og síðan verður haldið til Keflavíkur á ný.

Akureyri.net fylgdist með komu vélarinnar í morgun og fékk að fara um borð. Vélin er öll hin glæsilegasta. 

Flugvélin er af gerðinni A321LR og er fyrsta Airbus flugvél í 87 ára sögu Icelandair, eins og Akureyri.net hefur hefur áður greint frá. Hún er með skráningarnúmerið TF-IAA, ber nafnið Esja og kom til landsins í fyrsta sinn síðastliðinn þriðjudag. Icelandair á von á þremur vélum sömu tegundar til viðbótar fyrir sumarið 2025.

Nánar hér um Esju: Airbus vél Icelandair kemur til Akureyrar

Fyrsta farþega­flug vél­ar­inn­ar er áætlað til Stokk­hólms að morgni næsta þriðjudags, 10. des­em­ber.

Nýja Airbus flugvélin, Esja, lendir á Akureyrarflugvelli í morgun.

Kári Kárason í flugstjórasæti nýju Airbus vélarinnar, Esju. Kári er yfirflugstjóri Airbus véla Icelandair.


Esja og Súlur - glæsileg tvenna!

Kári Kárason, flugstjóri, og Flemming Bisgaard, þjálfunarflugstjóri á vegum Airbus verksmiðjanna, bera saman bækur sínar á Akureyrarflugvelli í morgun.

Ari Fossdal stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri fór vitaskuld um borð og skoðaði nýju flugvélina.

Esja, Súlur og nýja flugstöðin á Akureyrarflugvelli.