Fara í efni
Niceair

Niceair tók flugið í morgun – MYNDIR

Ljósmynd: Þórhallur Jónsson

Jómfrúrferð Niceair var í morgun, eins og þá kom fram á Akureyri.net, þegar þota félagsins fór frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Þotan kom til baka síðdegis og í fyrramálið fer hún til Stansted flugvallar í London.

Létt var yfir fólki fyrir brottför í morgun eins og gefur að skilja. „Þegar við lendum í Köben verður það eftir svipaðan tíma og það tekur okkur að keyra í Staðarskála!“ sagði Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri á Akureyri, og tónskáldið Atli Örvarsson svaraði, spurður hve spennandi hann teldi skrefið, sem stigið var í morgun: „Á mælikvarðanum 1 til 10 finnst mér þetta vera 10!“

Hér má sjá nokkrar myndir frá því í morgun – þegar Niceair-ævintýrið hófst fyrir alvöru.