Fara í efni
Niceair

45 töskur skildar eftir fyrir mistök á Tenerife

45 töskur sem skildar voru eftir í heimflugi Niceair frá Tenerife á miðvikudaginn eru nú komnar norður. Töskurnar voru að sögn Niceair skildar eftir á Tenerife vegna mistaka flugþjónustuaðila félagsins á Tenerife, Iberia.

Farþegi sem var um borð í vélinni segir svo frá að íslensk flugfreyja hafi tilkynnt í kallkerfi vélarinnar rétt áður en hún lagði af stað frá Tenerife að vélin væri of þung. Þess vegna myndi öll íslenska áhöfnin stíga frá borði og erlend áhöfn sjá um þjónustuna. Engar fleiri upplýsingar voru síðan gefnar um málið fyrr en vélin lenti á Akureyri en þá beið farþega tölvupóstur þess efnis að vegna mistaka hafi 45 töskur einnig verið skildar eftir. Töskurnar voru sendar til Keflavíkur en vegna veðurs var ekki flogið innanlands fyrr en í gær. Þá komu töskurnar norður.