Fara í efni
Minjasafnið á Akureyri

Reiðhjól vafið inn í baðmullarstriga

SÖFNIN OKKAR – 55

Frá Listasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Aaron Mitchell (1975)
Án titils
2003
Reiðhjól vafið inn í óverkaðan baðmullarstriga

Aaron Mitchell er fæddur í Toronto í Kanada. Hann kom til Íslands sem gestalistamaður Gilfélagsins við upphaf aldarinnar og bjó á Akureyri 2001-2004. Aaron kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri og stofnaði og rak Listamiðstöðina á Akureyri sem bauð upp á myndlistarnámskeið og vinnustofur.

Hér skorar listamaðurinn á áhorfandann að endurskoða samband sitt við hversdagslega hluti og minningar með því að gefa þeim sérstakan gaum og upphefja. Öll höfum við sögu að segja; sameiginlega, menningarlega, þvert á menningar og sem einstaklingar.

Aaron Mitchell er listamaður, hönnuður og leiðbeinandi á efri stigum menntunar við OACD háskólann í Toronto í Kanada. Hann lauk grunnnámi við OCAD háskólann og meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóli Íslands. Auk þess er hann handhafi diplóma frá Harvard Graduate School of Education – Project Zero, Leaders of Learning and Education Redesign: Building 21st Century Systems of Development in Education.

Veturinn 2021-2022 var hann í listamannadvöl hjá Listasafninu á Akureyri og einnig stundarkennari við Háskólann á Akureyri þar sem hann vann að verkefninu Modern Mythology Project. Verkefnið er könnun á framkvæmd listrannsókna (Art Based Research – ABR) og nálgunum í listkennslu bæði á Íslandi og í Kanada.