Fara í efni
Millilandaflug frá Akureyri

Ekkert innanlandsflug en easyJet kom og fór

Ljósmynd: Þórhallur Jónsson

Vél breska flugfélagsins easyJet kom til Akureyrar frá Gatwick flugvelli í London í morgun  og hélt sömu leið til baka eins og venja er orðin á þriðjudögum. Það reyndist eina farþegavélin sem kom við í höfuðstað Norðurlands í dag.

Allt innanlandsflug lá niðri vegna veðurs, nema hvað Icelandair fór eina ferð milli Reykjavíkur og Egilsstaða snemma í morgun, og millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli raskaðist að verulegu leyti. Því var reyndar öllu aflýst þar til síðdegis þegar fjórar vélar héldu vestur um haf.