Fara í efni
Millilandaflug frá Akureyri

easyJet bætir við flugi til Manchester

Mynd: Isavia/Þórhallur Jónsson - Pedromyndir

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. „Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar. Búið er að opna fyrir bókanir á þessum flugleiðum á vef easyJet,“ segir í tilkynningu á vef Markaðsstofu Norðurlands.

Flogið verður á laugardögum og þriðjudögum til Manchester og London Gatwick. „Þegar litið er til þjóðerna þeirra ferðamanna sem hafa komið til Íslands á undanförnum áratug, sést að yfir vetrartímann eru Bretar fjölmennastir. Það spilar stórt hlutverk í ákvörðun easyJet að bjóða upp á beint flug til Norðurlands, en í aðalhlutverki er áfangastaðurinn sjálfur og sú trú sem flugfélagið hefur á honum og eftirspurninni fyrir heimsóknum hingað. Að auki hafa heimamenn tekið því fagnandi að geta ferðast í beinu flugi til Bretlands og einnig áfram út í heim með fjölmörgum tengimöguleikum á London Gatwick, sem aukast enn frekar með flugi til Manchester,“ segir í tilkynningunni.

Vefur easyJet