Fara í efni
Miðgarðakirkja

Sex tonn stuðlabergs flutt til Grímseyjar

Skjáskot af vef RÚV

Hátt í sex tonn af stuðlabergsgrjóti voru flutt til Grímseyjar í gær með varðskipinu Þór. Grjótið verður notað við byggingu nýrrar Miðgarðakirkju. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

„Sóknarnefnd Miðgarðakirkju hafði samband við Landhelgisgæsluna fyrr á árinu. Þá var gamla kirkjan brunnin og farið að skýrast hvernig haga ætti nýbyggingu. En eftir átti að koma þungu byggingarefninu á áfangastað,“ segir á vef RÚV.

Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu RÚV segir að það hafi verið gæslunni ljúft og skylt að verða við bón sóknarnefndar. „Landhelgisgæslan tekur stolt þátt í þessu mikilvæga samfélagsverkefni og það er afar ánægjulegt að geta lagt okkar lóð á vogarskálina við framkvæmdir á nyrsta kirkjubóli landsins.“

Smellið hér til að lesa frétt RÚV