Menntaskólinn á Akureyri
Með tundurdufl að landi – hús ÚA rýmd
07.01.2025 kl. 14:30
Björg EA, togari Samherja, við togarabryggjuna á athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyringa í dag. Myndir: Skapti Hallgrímsson
Björg EA, togari Samherja, kom með tundurdufl að landi á Akureyri í dag. Skipið liggur við löndunarbryggjuna og voru fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa rýmd skömmu eftir hádegi vegna þessa.
Duflið, sem kom í veiðarfæri Bjargar í síðasta holi veiðiferðarinnar, er illa farið og var mat áhafnarinnar að um gamla járntunnu væri að ræða. Við nánari athugun reyndist hluturinn vera tundurdufl. Haft var samband við sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar og eru þeir væntanlegir norður síðdegis.
Ákveðið var að rýma svæði í 100 metra radíus frá bryggju og því var vinnslu hætt í dag til að gæta fyllsta öryggis.