Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

Loks dimmitterað á ný eftir Covid-hlé

Útskriftarnemendur framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans, dimmitteruðu í vikunni, sem ekki hefur verið mögulegt síðan 2019 vegna Covid-19 faraldursins. Þá fagna þeir lokum hefðbundinnar kennslu áður en prófatörn tekur við, klæðast skrautlega, aka um bæinn og sækja kennara heim og bregða á leik með ýmsum hætti.

Hér að neðan má sjá ýmsar myndir úr skólunum, fyrst MA þar sem dimmitterað var á miðvikudaginn og síðan VMA, en nemendur þar dimmitteruðu í gær.

Menntaskólinn

Verkmenntaskólinn