Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

„Lifandi húsið“ og börn í Lystigarðinum

Mynd: Hallgrímur Einarsson 1923/Minjasafnið á Akureyri

GAMLI SKÓLI – 8

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Hátíðisdagur um sumar og börn að leik í Lystigarðinum. Fáni blaktir við hún á fánastöng skólans í hægri austanátt. Skjólveggur úr bárujárni er austast á norðurmörkum Lystigarðsins og undir honum setbekkir, vestar trégirðing með vírneti sem lengi stóð. Á suðausturhorni Gamla skóla er komið útiljós en skólinn var raflýstur sumarið 1922 eftir mestu endurbætur frá því húsið var byggt en stærsta húsabótin var þó að miðstöðvarhitun, eins og segir í skólaskýrslu. Á húsinu sjást enn fimm reykháfar og á suðurgafli upphafsstafirnir GA, Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Til vinstri er Leikfimishúsið. 

  • Börn í Lystigarði er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.