Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

Kynntu læknanám í Martin í Slóvakíu

Fulltrúar frá háskólanum í Martin ásamt skólameistara, kennurum og nemendum í MA.

Menntaskólinn á Akureyri og læknadeild háskólans í Martin í Slóvakíu eiga í alþjóðlegu samstarfi um að kynna heilbrigðistengt nám í Martin sem og að efla og þróa samstarf milli skólanna tveggja.

Á heimasíðu MA kemur fram að fulltrúar háskólans í Martin komu í heimsókn á fimmtudaginn, hittu nemendur og kennara og sögðu frá náminu. Einnig kom Magnús Ingi Birkisson MA-ingur (stúdent 2015) sem stundar nám í Martin og sagði frá því hvernig er að búa og stunda nám í Martin.