Menntaskólinn á Akureyri
Heimsstyrjöldin og Gamli skóli
21.10.2024 kl. 12:00
Mynd: Svavar Hjaltested
GAMLI SKÓLI – 11
- Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.
Sumarið 1940 tók breski herinn skólann hernámi og bjó þar um sig fram í vetrarbyrjun. Skóli var af þeim sökum ekki settur fyrr en í byrjun nóvember. Bresku hermennirnir gengu illa um hús og lóð. Segir sagan að Halldóra skólameistarafrú hafi farið um skólann og lóð hans og tínt upp vindlingastubba og annað rusl að ungu hermönnunum ásjáandi og þeir skilið boðin, fóru sjálfir að tína upp rusl á lóð og bættu umgengni sína.
Fremst á myndinni er hermannatjald og fallbyssuhreiður úr torfi og grjóti en inni í portinu herbíll. Forstofan vestan við suðurálmu hússins var einn af þremur inngöngum í skólameistaraíbúðina, þarna í upprunalegri mynd með útitröppum og tréhandriði sem breytt var 1960.
- Heimsstyrjöldin og Gamli skóli er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.