Fara í efni
Menntamál

Þór upp í 5. sætið með sigri á KFG

Reynir Bjarkan Róbertsson var besti Þórsarinn í sigrinum á KFG; gerði 32 stig, tók 9 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór vann KFG í 15. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Þórsarar leiddu með 12 stigum eftir fyrri hálfleikinn og unnu að lokum 18 stiga sigur og færðu sig upp í 5. sæti deildarinnar. 

Reynir Bjarkan Róbertsson skoraði mest Þórsara í leiknum, 32 stig, en Tim Dalger kom næstur með 31 stig, tók níu fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Andrius Globys tók flest fráköst í Þórsliðinu, 14. Hjá KFG var það Deangelo Epps sem skoraði mest, 27 stig.

Þórsarar komu sér með sigrinum með upp í 5. sæti 1. deildarinnar. Fjögur efstu liðin eru nokkuð á undan, hafa unnið 10-13 leiki, en Þórsarar eru efstir í þéttum pakka liða. Þórsarar hafa unnið sjö leiki, eins og Fjölnir og Breiðablik. KV, Snæfell og KFG fylgja fast á eftir, en neðsta lið deildarinnar er með þrjá sigra.

Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar

  • Reynir Bjarkan Róbertsson 32 - 9 - 5 - 30 framlagsstig
  • Tim Dalger 31 - 11 - 2 - 4 stolnir boltar
  • Andrius Globys 23 - 14 
  • Smári Jónsson 15 - 3 - 6
  • Orri Már Svavarsson 5 - 5 - 6
  • Andri Már Jóhannesson 4 - 2 - 1
  • Pétur Áki Stefánsson 2 - 0 - 0
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 0 - 1 - 0